Körfubolti

Mætti með Hómer og ræddi kvöld með konunni eftir að börnin væru sofnuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo er engum líkur hvort sem það er innan eða utan vallar.
Giannis Antetokounmpo er engum líkur hvort sem það er innan eða utan vallar. Getty/Patrick McDermott

Giannis Antetokounmpo hélt upp á 28 ára afmælið sitt í gær og hann ræddi þennan afmælisdag sinn á blaðamannafundi.

Antetokounmpo er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar, hefur tvisvar verið kosinn sá besti og er með 31,9 stig, 11,3 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili.

Giannis mætti á blaðamannafundinn með stóra Hómer Simpson brúðu sem hann hélt utan um á meðan hann svaraði spurningum.

Hann ræddi óskafmælisdaginn sinn og það vildi helst eyða honum með fjölskyldunni, borða afmælisgjöf og opnar einhverjar góðar gjafir.

„Ég vil ekki fara út að borða af því að ég á leik daginn eftir. Ég vil bara geta lagt mig og leikið við börnin. Eftir að börnin eru sofnuð þá veit það aldrei hvað gerist, sagði Giannis Antetokounmpo.

„Hver veit nema að það gerist eitthvað fríkað. þetta er nú einu sinni afmælisdagurinn minn,“ sagði Giannis hlæjandi en hann er kallaður gríska fríkið.

Giannis og kærasta hans eiga tvo drengi saman, fædda 2020 og 2021.

Það má sjá Giannis á blaðamannafundinum hér fyrir neðan.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×