Fleiri fréttir

Curry loks mikil­vægastur í úr­slita­ein­víginu

Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring.

Golden Sta­te NBA meistari árið 2022

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022.

Hetjan Hjálmar fram­lengir á Hlíðar­enda

Hjálmar Stefánsson verður áfram á mála hjá Íslandsmeisturum Vals í körfubolta. Hann framlengdi samning sitt við félagið til tveggja ára. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum Vals.

Maywe­at­her vill líka sitt eigið lið í NBA deildinni

Nýverið opinberaði LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, að þegar skórnir færu á hilluna langaði honum að eiga NBA lið – og það í Las Vegas. Nú hefur glaumgosinn og hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather tekið í sama streng.

Barcelona jafnaði einvígið

Barcelona vann leik tvö gegn Real Madrid í kvöld, 71-69, og jafnaði þar með úrslitaeinvígið í spænska ACB körfuboltanum

Dúsir í rúss­nesku fangelsi fram yfir mánaðamót

Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta.

Kanadískur framherji til Þorlákshafnar

Þór Þorlákshöfn barst liðsstyrkur í dag fyrir komandi átök í Subway deild karla í körfubolta. Liðið samdi við Kanadamanninn Alonzo Walker.

Stríðs­mennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum.

Ari tekur við ÍR

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari nýliða ÍR í Subway-deild kvenna í körfubolta. Ari tekur við af Kristjönu Eir Jónsdóttur sem hætti nýverið með liðið.

Steph Curry allt í öllu er Stríðsmennirnir jöfnuðu metin

Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors er liðið vann tíu stiga sigur gegn Boston Celtics í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, 107-97. Curry skoraði 43 stig fyrir Stríðsmennina og staðan í einvíginu er nú 2-2.

LeBron vill eiga lið í Vegas

Það virðist sem LeBron James sé farinn að huga að því hvað hann geri þegar körfuboltaskórnir fara upp í hillu. Hann vill nefnilega eiga lið í NBA-deildinni og það á að vera staðsett í Las Vegas.

„Ef hann vill spila þá er hann meira en vel­kominn“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Subway-deild karla í körfubolta, býst ekki við því að Pavel Ermolinskij muni leika með liðinu á næstu leiktíð. Finnur Freyr tekur þó fram að Pavel, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í vetur, sé velkomið að halda áfram óski hans þess.

Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón

Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn.

Kiana snýr aftur á Hlíðar­enda

Kiana Johnson mun leika með Val í Subway-deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Hún lék með liðinu við góðan orðstír frá 2019 til 2021.

Færir sig frá Rúmeníu til Ítalíu

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir mun spila með liði Faenza í ítölsku A-deildinni í körfubolta næsta vetur. Hún lék með Phoenix Constanta í Rúmeníu við góðan orðstír á síðustu leiktíð.

Á radarnum hjá Golden State en útilokar ekki að koma heim

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, segist vilja útiloka alla möguleika erlendis áður en hann íhugi að koma heim í Subway-deildina. Hann var nálægt því að skrifa undir hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík, fyrr í sumar, en stefnir nú á Sumardeild NBA.

Elín Sól­ey aftur til liðs við Val

Valskonur hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. Eín Sóley Hrafnkelsdóttir mun leika með liðinu næstu tvö ár. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Ragnar heim í Hamar

Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við uppeldisfélag sitt Hamar og mun leika með liðinu í 1. deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Hann var orðaður við ýmis lið í Subway deildinni en ákvað á endanum að söðla um og halda heim á leið.

Isa­bella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu

Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil.

Fertugur Hlynur framlengir um ár

Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun taka slaginn með liðinu í Subway deildinni á næstu leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.