Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðamót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 16:31 Brittney Griner hefur setið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi síðan í febrúar. AP Photo/Eric Gay Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi. Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi.
Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum