Ekki tekið skot síðan Lakers tapaði fyrir Suns í byrjun apríl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 09:31 Anthony Davis ásamt þáverandi þjálfara sínum Frank Vogel. AP Photo/Mark J. Terrill Anthony Davis, miðherji Los Angeles Lakers, hefur viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta síðan hann spilaði síðast fyrir Lakers, þann 6. apríl. Hinn 29 ára gamli Davis átti við mikil meiðsli að stríða á leiktíðinni og spilaði aðeins 40 af 82 leikjum Lakers á leiktíðinni. Þó leiktíðinni sjálfri sé ekki lokið þá lauk Davis leik eftir tap gegn Phoenix Suns þann 6. apríl og Lakers-liðið spilaði svo sinn síðasta leik fyrir sumarfrí fimm dögum síðar. Nú hefur Davis viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta frá tapinu gegn Suns. Virðist það hafa farið öfugt ofan í marga en ef marka má Hörð Unnsteinsson, þjálfara kvennaliðs KR og einn af sérfræðingum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport er fullkomlega eðlilegt að leikmenn NBA-deildarinnar snerti ekki bolta framan af sumarfríum sínum. Þá bendir Hörður á að það séu 140 dagar í næsta leik. Mjög mikið overreaction við þessu. Það er fullkomlega eðlilegt að NBA leikmenn haldi sér við án bolta fyrstu mánuði off season. AD þarf miklu frekar að tóna skrokkinn sinn en að reppa einhverja post fótavinnu með Drew Hanlen. Það eru 140 dagar í næsta leik. #körfubolti https://t.co/RkIETtXZY0— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) June 12, 2022 Það stefnir í töluverðar breytingar á liði Lakers en liðið mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi. Vonast aðdáendur liðsins til að það nái því besta úr Davis sem hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan liðið varð meistari 2020. Lokaúrslit NBA-deildarinnar fara nú fram en erkifjendur Lakers í Boston Celtics eru þar ásamt Golden State Warriors. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 en fimmti leikur liðanna fer fram í kvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Davis átti við mikil meiðsli að stríða á leiktíðinni og spilaði aðeins 40 af 82 leikjum Lakers á leiktíðinni. Þó leiktíðinni sjálfri sé ekki lokið þá lauk Davis leik eftir tap gegn Phoenix Suns þann 6. apríl og Lakers-liðið spilaði svo sinn síðasta leik fyrir sumarfrí fimm dögum síðar. Nú hefur Davis viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta frá tapinu gegn Suns. Virðist það hafa farið öfugt ofan í marga en ef marka má Hörð Unnsteinsson, þjálfara kvennaliðs KR og einn af sérfræðingum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport er fullkomlega eðlilegt að leikmenn NBA-deildarinnar snerti ekki bolta framan af sumarfríum sínum. Þá bendir Hörður á að það séu 140 dagar í næsta leik. Mjög mikið overreaction við þessu. Það er fullkomlega eðlilegt að NBA leikmenn haldi sér við án bolta fyrstu mánuði off season. AD þarf miklu frekar að tóna skrokkinn sinn en að reppa einhverja post fótavinnu með Drew Hanlen. Það eru 140 dagar í næsta leik. #körfubolti https://t.co/RkIETtXZY0— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) June 12, 2022 Það stefnir í töluverðar breytingar á liði Lakers en liðið mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi. Vonast aðdáendur liðsins til að það nái því besta úr Davis sem hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan liðið varð meistari 2020. Lokaúrslit NBA-deildarinnar fara nú fram en erkifjendur Lakers í Boston Celtics eru þar ásamt Golden State Warriors. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 en fimmti leikur liðanna fer fram í kvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira