Risarnir gætu mæst tólf sinnum á einni leiktíð Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 17:01 Real Madrid og Barcelona mættust í undanúrslitum EuroLeague í Belgrad þar sem Madridingar höfðu betur. Getty/Tolga Adanali Í kvöld hefst einvígið um spænska meistaratitilinn í körfubolta og jafnvel mestu antisportistar gætu giskað á hvaða tvö lið mætast þar. Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira