Risarnir gætu mæst tólf sinnum á einni leiktíð Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 17:01 Real Madrid og Barcelona mættust í undanúrslitum EuroLeague í Belgrad þar sem Madridingar höfðu betur. Getty/Tolga Adanali Í kvöld hefst einvígið um spænska meistaratitilinn í körfubolta og jafnvel mestu antisportistar gætu giskað á hvaða tvö lið mætast þar. Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira