Körfubolti

Tindastóll fær drjúgan liðsstyrk

Hjörvar Ólafsson skrifar
Tindastóll er að næla sér í vænan bita á markaðnum. 
Tindastóll er að næla sér í vænan bita á markaðnum.  Vísir/Hulda Margrét

Karlalið Tindastóls í körfubolta hefur bætt við sig öflugum leikmanni fyrir næsta keppnistímabil. 

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Adomas Drungilas um að leika með liðinu  næsta vetur.

Drungilas er íslensku körfuboltaáhugafólki vel kunnur en hann varð Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn vorið 2021 en hann söðlaði um eftir þá leiktíð og gekk til liðs við Tartu í Eistlandi. 

Þegar þessi litáíski miðherji lék með Þór Þorlákshöfn skilaði hann 14 stigum, 10 fráköstum og fjórum stoðsendingum að meðaltali í 30 leikjum fyrir liðið. Þá var hann valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að liðið tryggði sér titilinn.

Tindastóll fór alla leið í úrslit Subway-deildarinnar síðastliðið vor en þar laut liðið í lægra haldi fyrir Val. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×