Körfubolti

Kanadískur framherji til Þorlákshafnar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alonzo Walker er mættur til Þorlákshafnar.
Alonzo Walker er mættur til Þorlákshafnar. Facebook/Þór Þ.

Þór Þorlákshöfn barst liðsstyrkur í dag fyrir komandi átök í Subway deild karla í körfubolta. Liðið samdi við Kanadamanninn Alonzo Walker.

Walker er 26 ára gamall framherji sem hefur leikið í bæði Georgíu og Slóvakíu eftir að háskólaferli hans í Bandaríkjunum lauk. Þar lék hann með Portland State-háskólanum fram til 2020.

Hann er 198 sentímetrar að hæð og skoraði 13 stig auk þess að taka ellefu fráköst að meðaltali í leik með Privevidza í Slóvakíu á nýliðinni leiktíð.

Þórsarar urðu Íslandsmeistarar árið 2021 en töpuðu í undanúrslitum, 3-0, fyrir Val í ár. Valsmenn fóru í kjölfarið alla leið og unnu Íslandsmeistaratitilinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.