Körfubolti

Slæm meiðsli í El Clásico ekki fyrir viðkvæma: „Æ, æ, æ, þetta var ógeðslegt“

Sindri Sverrisson skrifar
Anthony Randolph meiddist í fyrsta leik úrslitaeinvígisins en vinna þarf þrjá leiki til að verða Spánarmeistari.
Anthony Randolph meiddist í fyrsta leik úrslitaeinvígisins en vinna þarf þrjá leiki til að verða Spánarmeistari. Getty/Oscar Gonzalez

Körfuknattleiksmaðurinn Anthony Randolph meiddist með ansi skelfilegum hætti í fyrsta leik úrslitaeinvígis Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn í gærkvöld.

Vert er að vara viðkvæma við því að horfa á myndbandið hér að neðan sem sýnir þegar Randolph meiddist. Hann rann til á gólfinu og annar fótleggurinn beygðist út í óeðlilega stöðu.

„Æ, æ, æ, þetta var ógeðslegt,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Randolph meiddist illa

Randolph meiddist um miðjan 2. leikhluta í stöðunni 39-25 fyrir Real sem þrátt fyrir að missa Randolph vann að lokum sigur, 88-75.

Randolph er 32 ára og fyrrverandi leikmaður NBA-liðanna Denver Nuggets, Minnesota Timberwolves, New York Knicks og Golden State Warriors. Hann er með slóvenskan ríkisborgararétt og varð Evrópumeistari með Slóveníu árið 2017.

Samkvæmt spænska miðlinum AS er enn óvíst hve alvarleg meiðsli Randolphs eru en hann var frá keppni í heilt ár, fram í desember á síðasta ári, eftir að hafa slitið hásin.


Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.