Körfubolti

Penninn á lofti í Grindavík | Þrír framlengja og einn snýr til baka

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Ólafsson verður áfram í herbúðum Grindvíkinga.
Ólafur Ólafsson verður áfram í herbúðum Grindvíkinga. umfg.is

Fjórir leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við Grindavík um að leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Þeir Ólafur Ólafsson, Kristófer Breki Gylfason og Hinrik Hrafn Bergsson framlengja allir samningum sínum við félagið og þá er Bragi Guðmundsson á leið aftur til Grindavíkur eftir að hafa leikið með Haukum í 1. deildinni á seinasta tímabili. Karfan.is greinir frá.

Tímabilið var heldur kaflaskipt hjá Grindvíkingum í Subway-deild karla í fyrra og hafnaði liðið á endanum í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið mætti svo þáverandi Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Þórsarar höfðu betur og sendu Grindvíkinga í sumarfrí.

Grindvíkingar skiptu um þjálfara á miðju seinasta tímabili, en tilkynntu það fyrr í mánuðinum að Jóhann Þór Ólafsson muni stýra liðinu á nýjan leik á komandi tímabili í Subway-deild karla.

Kristófer Breki Gylfason framlengdi samningi sínum.umfg.is
Hinrik Hrafn Bergsson handsalar samninginn.umfg.is
Bragi Guðmundsson snýr aftur til Grindavíkur frá Haukum.umfg.isFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.