Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Njarð­vík  116-120 | Njarð­víkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik

Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur

Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn.

Rúnar Ingi: „Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar“

Njarðvík mætti í Dalhús í gær í stórleik umferðarinnar í Subway-deildinni þar sem liðið tapaði með fjórum stigum gegn Fjölni, 80-76. Tapið í gær skiptir litlu máli í stóra samhenginu að mati þjálfara liðsins, Rúnari Inga Erlingssyni.

Fjölnir eitt á toppi Subway-deildar

Fjölnir vann Njarðvík í stórleik kvöldsins í Subway-deild kvenna í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman eins og allar viðureignir liðanna til þessa á tímabilinu.

Enn tapar Lakers

Þrátt fyrir að hafa misst niður gott forskot vann Dallas Mavericks góðan sigur á Los Angeles Lakers, 104-109, í NBA-deildinni í nótt.

FIBA bannar Rússum keppni og Ísland gæti komist á HM

Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, hefur ákveðið að banna Rússneskum landsliðum og dómurum að taka þátt í mótum á vegum sambandsins um óákveðinn tíma vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar eru með Íslendingum í riðli í undankeppni HM karla.

Mögnuð endurkoma Dallas í lokaleikhlutanum | Vandræði Lakers halda áfram

NBA-deildin í körfubolta bauð upp á átta leiki í nótt. Þar á meðal vann Dallas Mavericks magnaðan endurkomusigur gegn Golden State Warriors, 107-101, eftir að hafa verið 19 stigum undir í fjórða leikhluta, og vandræði Los Angeles Lakers halda áfram eftir 28 stiga tap gegn New Orleans Pelicans, 123-95.

Umfjöllun: Ítalía - Ísland 95-87 | Ítalir númeri of stórir á heimavelli

Ítalía lagði Ísland 95-87 í Bologna á Ítalíu fyrr í kvöld í fjórðu umferð undankeppni HM í körfubolta. Íslendingar byrjuðu mjög vel og náðu að nýta styrkleika sína mjög vel og voru með forskotið þegar einn leikhluti var búinn. Ítalir náðu þó vopnum sínum, sigu fram úr í öðrum leikhluta og sigldu síðan sigrinum heim í seinni hálfleik. 

Irving sá um Bucks

Það voru sex leikir í NBA deildinni í nótt en það var mikið skorað í flestum leikjum næturnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu gegn Brooklyn Nets þökk sé stórleik hins umdeilda Kyrie Irving.

Leik Hollands og Rússlands frestað

Ísland mætir Ítalíu í kvöld í Bologna í H-riðli undankeppni HM í körfubolta. Á sama tíma átti að fara fram leikur Hollands og Rússlands í sama riðli en þeim leik hefur nú verið frestað.

Tryggvi í liði umferðarinnar hjá FIBA

Tryggvi Snær Hlinason átti stórkostlega frammistöðu þegar íslenska landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítalíu í Hafnarfirði síðastliðið fimmtudagskvöld.

Clippers unnu baráttuna um borg englana

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tveir þeirra fóru alla leið í framlengingu en LeBron James og félögum tókst ekki að knýja fram framlegingu í Los Angeles. 

Sverrir Þór tekur við Grinda­vík

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Shaq gaf ellefu manna fjölskyldu tvo bíla

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal er þekktur fyrir manngæsku sína og rausnarskap og enn eitt dæmi um það er nú komið fram í dagsljósið.

Jón Axel búinn að græja veitingastað í Bologna

Jón Axel Guðmundsson er á leið til Bologna á Ítalíu, þar sem hann spilaði fyrri hluta leiktíðar, til að mæta Ítölum öðru sinni í undankeppni HM í körfubolta. Ísland vann þegar liðin mættust í Ólafssal í gær í tvíframlengdum trylli.

„Held að við höfum verið mjög pirrandi“

„Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld.

Elvar Már: Þeir vildu ekki selja mig

Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á síðasta ári og hann verður eldlínunni í kvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM 2023.

Sjá næstu 50 fréttir