Morant skoraði 52 stig, tróð yfir tröllkarl og fékk risa hrós frá Iverson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 08:31 Samherjar Jas Morant fagna þessum magnaða leikmanni. getty/Justin Ford Ja Morant setti persónulegt met þegar hann skoraði 52 stig í sigri Memphis Grizzlies á San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Hann fékk klapp á bakið frá gamalli NBA-hetju. Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira