Körfubolti

Stórkostleg frammistaða Tryggva í gær rústaði gamla framlagsmeti FIBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason fagnar sigrinum í gær. Hann átti sko mikinn þátt í honum.
Tryggvi Snær Hlinason fagnar sigrinum í gær. Hann átti sko mikinn þátt í honum. Vísir/Bára Dröfn

Enginn hefur skilað hærra framlagi til síns liðs í undankeppni Evrópu í körfubolta en Tryggvi Snær Hlinason gerði í sigri á Ítölum í Ólafssalnum á Ásvöllum í gær.

Tryggvi Snær endaði leikinn með 34 stig, 21 frákast, 5 varin skot og þetta skilaði honum fimmtíu í framlagi. Hann bætti gamla metið umtalsvert en það var áður í eigi Bosníumannsins Edin Atic, Georgíumannsins Giorgi Shermadini og Lettans Janis Strelnieks sem höfðu allir náð 37 í framlagi.

Tryggvi bætti því gamla metið um þrettán framlagsstig og tók metið af þremur leikmönnum í einu. Þarna skipti miklu máli að hann var að nýta skotin sín frábærlega en Tryggvi setti niður 88 prósent skota sinna utan af velli eða fjórtán skot niður af sextán.

Tryggvi er líka með hæstu framlagsleikjum í allrar undankeppni HM en aðeins einn leikmaður hefur náð hærra framlagi í einum leik í sögu undankeppni HM. Það var Kóreumaðurinn Guna Ra sem var með 59 framlagsstig í leik á móti Sýrlandi og 58 framlagsstig í leik á móti Hong Kong en báðir leikirnir voru árið 2018.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leik Tryggva í Ólafssalnum í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

„Held að við höfum verið mjög pirrandi“

„Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.