Risastór sigur fyrir Ísland og hefði verið hræðilegt að þurfa að spila erlendis Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:36 Martin Hermannsson var ánægður með stuðninginn í Ólafssal í kvöld í sigrinum gegn Ítölum. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastór sigur fyrir Ísland og eitthvað til að byggja á,“ segir Martin Hermannsson sem einhvern veginn tókst að spila heilan leik og tvær framlengingar þrátt fyrir að meiðast tvisvar í fyrri hálfleik í kvöld. Martin viðurkenndi að hann hefði oft staðið sig betur en í sigrinum gegn Ítölum í kvöld, í undankeppni HM í körfubolta, en hann skoraði samt 23 stig og gaf sjö stoðsendingar, og spilaði 45 mínútur, sem er merkilegt í ljósi þess sem á gekk: „Ég fór í náranum í fyrsta leikhluta og í kálfanum í öðrum. Ég hef alveg verið betri. Ég hefði átt að vera löngu búinn að ljúka leik og það sést kannski á spilamennskunni í framlengingunum tveimur. Líkaminn var oft á tíðum ekki að fylgja hausnum. En þeir eru líka bara gott varnarlið og gerðu mér erfitt fyrir. Það er margt sem ég þarf að laga fyrir sunnudaginn,“ sagði Martin. Klippa: Martin eftir sigurinn gegn Ítölum Held að fólk átti sig ekki á því hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta Ísland hafði yfirhöndina lengst af en Ítölum, sem eru meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu, tókst að jafna metin og tryggja sér framlengingu: „Við vorum auðvitað bara að spila á móti ógeðslega góðu liði sem verður að hrósa líka. Það sem við vorum að gera hérna er risastórt. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta og á hvaða kalíberi þeir eru að spila, á meðan að við erum með nokkra hérna í Subway-deildinni,“ sagði Martin. Gáfum vonandi fólkinu eitthvað „Það er bara betra að þetta fór í framlengingu. Þetta var svo ógeðslega gaman – að spila fyrir framan fullt hús hérna. Þetta var hrikalega gaman og það er alltaf svo flott að koma heim og spila fyrir framan fólkið sitt, vini og kunningja. Það hefði verið hræðilegt að spila þennan leik erlendis,“ sagði Martin og sendi með því sneið á stjórnvöld en minnstu munaði að spila þyrfti leikinn erlendis þar sem ekkert íþróttahús á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. Martin Hermannsson píndi sig út allan leikinn þrátt fyrir að meiðast í fyrri hálfleik.VÍSIR/Bára Dröfn „Vonandi erum við að gefa þessu fólki eitthvað og vonandi skemmtu allir sér vel í dag. Það var alla vega tilfinningin,“ sagði Martin. Valencia-menn kannski ekki allt of sáttir Hann vonast til að geta spilað gegn Ítalíu í Bologna á sunnudaginn en það er ekki víst. „Ég ætla að vona það. Ég held að Valencia-menn verði ekkert allt of sáttir ef ég kem svona til baka eftir að hafa spilað á sunnudaginn en við sjáum bara til. Þetta er alla vega risastór sigur í kvöld og gefur okkur mikið andrými fyrir framhaldið,“ segir Martin en Ísland tók risastórt skref áfram á næsta stig undankeppninnar með sigrinum í kvöld, eftir að hafa einnig unnið Holland á útivelli í haust. Liðið hefur því unnið tvo leiki af þremur þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum komnir í mjög góð mál en viljum auðvitað vinna líka úti. Það verður erfitt. Þeir dreifðu mínútunum betur á milli sín í dag. Við þurfum að hugsa vel um okkur en sýndum í kvöld að við getum þetta. Ég veit alveg hvernig þessi leikur verður á sunnudaginn. Annað hvort vinnum við eða þetta fer mjög illa. En við förum hér út í kvöld með hausinn uppi og ætlum að vinna á sunnudaginn. Við erum ógeðslega góðir í körfubolta,“ sagði Martin. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12 Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Martin viðurkenndi að hann hefði oft staðið sig betur en í sigrinum gegn Ítölum í kvöld, í undankeppni HM í körfubolta, en hann skoraði samt 23 stig og gaf sjö stoðsendingar, og spilaði 45 mínútur, sem er merkilegt í ljósi þess sem á gekk: „Ég fór í náranum í fyrsta leikhluta og í kálfanum í öðrum. Ég hef alveg verið betri. Ég hefði átt að vera löngu búinn að ljúka leik og það sést kannski á spilamennskunni í framlengingunum tveimur. Líkaminn var oft á tíðum ekki að fylgja hausnum. En þeir eru líka bara gott varnarlið og gerðu mér erfitt fyrir. Það er margt sem ég þarf að laga fyrir sunnudaginn,“ sagði Martin. Klippa: Martin eftir sigurinn gegn Ítölum Held að fólk átti sig ekki á því hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta Ísland hafði yfirhöndina lengst af en Ítölum, sem eru meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu, tókst að jafna metin og tryggja sér framlengingu: „Við vorum auðvitað bara að spila á móti ógeðslega góðu liði sem verður að hrósa líka. Það sem við vorum að gera hérna er risastórt. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta og á hvaða kalíberi þeir eru að spila, á meðan að við erum með nokkra hérna í Subway-deildinni,“ sagði Martin. Gáfum vonandi fólkinu eitthvað „Það er bara betra að þetta fór í framlengingu. Þetta var svo ógeðslega gaman – að spila fyrir framan fullt hús hérna. Þetta var hrikalega gaman og það er alltaf svo flott að koma heim og spila fyrir framan fólkið sitt, vini og kunningja. Það hefði verið hræðilegt að spila þennan leik erlendis,“ sagði Martin og sendi með því sneið á stjórnvöld en minnstu munaði að spila þyrfti leikinn erlendis þar sem ekkert íþróttahús á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. Martin Hermannsson píndi sig út allan leikinn þrátt fyrir að meiðast í fyrri hálfleik.VÍSIR/Bára Dröfn „Vonandi erum við að gefa þessu fólki eitthvað og vonandi skemmtu allir sér vel í dag. Það var alla vega tilfinningin,“ sagði Martin. Valencia-menn kannski ekki allt of sáttir Hann vonast til að geta spilað gegn Ítalíu í Bologna á sunnudaginn en það er ekki víst. „Ég ætla að vona það. Ég held að Valencia-menn verði ekkert allt of sáttir ef ég kem svona til baka eftir að hafa spilað á sunnudaginn en við sjáum bara til. Þetta er alla vega risastór sigur í kvöld og gefur okkur mikið andrými fyrir framhaldið,“ segir Martin en Ísland tók risastórt skref áfram á næsta stig undankeppninnar með sigrinum í kvöld, eftir að hafa einnig unnið Holland á útivelli í haust. Liðið hefur því unnið tvo leiki af þremur þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum komnir í mjög góð mál en viljum auðvitað vinna líka úti. Það verður erfitt. Þeir dreifðu mínútunum betur á milli sín í dag. Við þurfum að hugsa vel um okkur en sýndum í kvöld að við getum þetta. Ég veit alveg hvernig þessi leikur verður á sunnudaginn. Annað hvort vinnum við eða þetta fer mjög illa. En við förum hér út í kvöld með hausinn uppi og ætlum að vinna á sunnudaginn. Við erum ógeðslega góðir í körfubolta,“ sagði Martin.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12 Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12
Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti