Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs

Þór Þorlákshöfn vann í kvöld nauman sigur gegn Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni, lokatölur 91-89. Heimamenn leiddu með 10-15 stigum nánast allan leikinn, en gestirnir hleyptu spennu í leikinn á lokakaflanum. Á endanum lönduðu Þórsarar þó naumum sigri og tilla sér upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar, allavega tímabundið.

Landsliðskona í Fjölni

Körfuboltakonan Sigrún Björg Ólafsdóttir gengur í raðir Fjölnis þegar hún lýkur keppni með Chattanooga Mocs í bandaríska háskólaboltanum.

Gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína

Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa verið að gera frábæra hluti í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé.

Keflavík kláraði Skallagrím í fjórða leikhluta

Keflavík heimsótti Skallagrím í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag og úr varð hörkuleikur þar sem gestirnir höfðu að lokum betur eftir góða frammistöðu í síðasta leikhlutanum. 

Valskonur rúlluðu yfir KR

Valskonur fóru illa með KR í Dominos deild kvenna í körfubolta þegar liðin áttust við að Hlíðarenda í kvöld.

LeBron með 28 stig er meistararnir hristu af sér slenið

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik liðsins gegn Portland í nótt. Meistararnir unnu þó loks leik í nótt er þeir höfðu betur gegn Portland 102-93 í einum af níu leikjum næturinnar.

NBA dagsins: Svona kláraði gríska undrið dæmið

Í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig Giannis Antetokounmpo tókst að tryggja Milwaukee Bucks sigur á New Orleans Pelicans með því að skora fimm síðustu stigin. Pelíkanarnir skoruðu ekki síðustu tvær mínútur leiksins en voru yfir áður en að því kom.

Antetokounmpo vann spennandi uppgjör við Williamson

Gríska undrið Giannis Antetokounmpo hafði á ný betur gegn Zion Williamson í uppgjöri þeirra þegar Milwaukee Bucks unnu 129-125 sigur á New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Lands­liðs­konan Sara Rún til liðs við Hauka

Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld.

Valencia vann stór­sigur í Rúss­landi

Martin Hermannsson og félagar í Valencia unnu frábæran 29 stiga sigur á Zenit St. Pétursborg í EuroLeague í körfubolta í kvöld, lokatölur 62-91.

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins

Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

NBA dagsins: Þrenna Hardens og stáltaugar Doncic

Brooklyn Nets héldu flugi sínu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sigri á Sacramento Kings. Luka Doncic skoraði tvær þriggja stiga körfur á lokasekúndunum í sigri Dallas Mavericks á Boston Celtics.

Hvað tekur núna við hjá íslenska körfuboltalandsliðinu?

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður næst á ferðinni í ágúst þegar það spilar um sæti í undankeppni HM. Möguleikarnir á að komast í undankeppnina, þar sem bestu lið Evrópu bíða, mega teljast ágætir eftir sigrana tvo í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.