Körfubolti

Landsliðskona í Fjölni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigrún Björg Ólafsdóttir klárar tímabilið með Fjölni.
Sigrún Björg Ólafsdóttir klárar tímabilið með Fjölni. vísir/bára

Körfuboltakonan Sigrún Björg Ólafsdóttir gengur í raðir Fjölnis þegar hún lýkur keppni með Chattanooga Mocs í bandaríska háskólaboltanum.

Sigrún, sem er nítján ára, er uppalin hjá Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu 2018. Hún er dóttir Ólafs Rafnssonar heitins sem var formaður ÍSÍ og forseti FIBA Europe.

Sigrún lék sinn fyrsta A-landsleik 2019. Hún á alls sjö A-landsleiki á ferilskránni auk fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.

Sigrún Björg í Fjölni Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að að mikill liðstyrkur hefur borist í meistaraflokk kvenna...

Posted by Fjölnir Karfa on Monday, March 1, 2021

Í vetur er Sigrún með 5,5 stig, 3,2 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Chattanooga Mocs í SoCon deildinni sem er í efstu deild bandaríska háskólaboltans.

Fjölnir er í 4. sæti Domino's deildarinnar. Nýliðarnir hafa komið mjög á óvart í vetur en tapað síðustu þremur leikjum sínum. Næsti leikur Fjölnis er gegn botnliði KR á miðvikudaginn.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×