Körfubolti

Stjörnumenn hafa ekki tapað tveimur leikjum í röð í sextán mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson og lærisveinar hans í Stjörnuliðinu hafa fengið meira en tvær vikur til að vinna úr tapinu á móti KR.
Arnar Guðjónsson og lærisveinar hans í Stjörnuliðinu hafa fengið meira en tvær vikur til að vinna úr tapinu á móti KR. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan tekur í kvöld á móti Tindastól í Domino´s deild karla í körfubolta en Garðbæingar hafa fengið að hugsa um tapleik sinn á móti KR í átján daga.

Domnio´s deild karla í körfubolta er komin aftur af stað eftir rúmlega tveggja vikna landsleikjahlé og byrjað á lokaleikjum fyrri umferðar sem endar nú í byrjun mars en ekki um miðjan desember eins og á venjulegu ári.

Leikur Stjörnunnar og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 20.05.

Stjörnumenn fóru inn í landsleikjahlé með tap á bakinu, aðeins eitt af þremur á leiktíðinni, en Garðbæingar hafa þurft að hugsa um tap sitt á móti KR í Vesturbænum síðan 11. febrúar eða í tvær vikur og fjóra daga að auki.

Það hefur síðustu misseri verið hægt að treysta á það síðustu misseri að Stjörnuliðið tapar ekki tveimur leikjum í röð. Stjörnumenn hafa ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð síðan 25. október 2019 eða í sextán mánuði og fjóra daga.

Síðast tapaði Stjarnan tveimur leikjum í röð í þriðja og fjórða leik sínum á 2019-20 tímabilinu sem voru á móti Tindastól og Keflavík. Stjarnan vann í framhaldinu þrettán deildarleiki í röð og hefur ekki tapað tveimur leikjum í röð síðan.

Tveir leikir verða sýndir beint frá Domino´s deild karla í dag því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Þórs og Njarðvíkur í Þorlákshöfn.

Síðustu fimm deildarleikir Stjörnumanna eftir tap í deildarleiknum á undan:

  • 8 stiga sigur á Njarðvík (96-88) 4. febrúar 2021 (eftir tap á móti Grindavík)
  • 6 stiga sigur á Haukum (92-86) 24. janúar 2021 (eftir tap á móti Þór Þorl.)
  • 11 stiga sigur á Haukum (94-83) 12. mars 2020 (eftir tap á móti KR)
  • 21 stigs sigur á Þór Ak. (107-86) 1. mars 2020 (eftir tap á móti Val)
  • 2 stiga sigur á Njarðvík (78-76) 1. nóvember 2019 (eftir tap á móti Keflavík)

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.