Fleiri fréttir

Martin: „Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga“

„Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin.

ÍR fær Sigvalda frá Spáni

„Þegar ég kom heim í Covid var ÍR eina liðið sem ég hugsaði um. Ég held við getum orðið meistarar, við þurfum bara nokkur púsl og slípa leikinn okkar saman, þá held ég að við séum bara í góðum málum,“ sagði Sigvaldi.

Martin þýskur meistari

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74.

Nína Jenný til liðs við Val

Valur hefur samið við miðherjann Nínu Jenný Kristjánsdóttur til tveggja ára. Nína lék með ÍR í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þar var hún með 13,4 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik.

Ísak Örn semur við Fjölni

Ísak Örn Baldursson, 16 ára körfuboltaleikmaður, hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur. Hann kemur til Fjölnis frá uppeldisfélagi sínu Snæfelli.

Nikola Jokic greindist með kórónuveiruna

NBA-stjarnan Nikola Jokic, sem leikur með Denver Nuggets, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann fór í skimun í heimalandinu Serbíu og reyndist sýnið jákvætt.

Valsmenn búnir að semja við Sinisa Bilic

Slóveninn Sinisa Bilic hefur gert samning við Valsmenn í Domino´s deild karla í körfubolta og er þetta fyrsti nýi leikmaðurinn sem Finnur Freyr Stefánsson fær til liðsins.

Martin stigahæstur í sigri Alba Berlín

Martin Hermannsson átti mjög góðan leik fyrir Alba Berlín í úrslitakeppni þýsku deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Alba Berlín sigraði Göttingen með 88 stigum gegn 85.

Kristjana að­stoðar Borce með karlana

Kristjana Eir Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR og mun því aðstoða Borce Ilievski næsta vetur.

Bikarmeistararnir halda áfram að styrkja sig

Bikarmeistarar Skallagríms í körfubolta halda áfram að styrkja sig en í dag tilkynntu Borgnesingar að Sanja Orozovic, sem lék með KR á síðustu leiktíð, hafi skrifað undir samning við félagið.

Haukur Helgi fer í nýtt lið

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð eftir að samningur hans við Unics Kazan í Rússlandi rann út.

Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá næstu 50 fréttir