Körfubolti

ÍR fær Sigvalda frá Spáni

Ísak Hallmundarson skrifar
Sigvaldi mun spila í Breiðholtinu í haust.
Sigvaldi mun spila í Breiðholtinu í haust. mynd/ÍR-Karfa

Sigvaldi Eggertsson hefur skrifað undir hjá ÍR og mun leika með liðinu í Dominos-deildinni í körfubolta í haust. Sigvaldi hefur undanfarin tvö ár spilað á Spáni með liðinu Mon­bus Obradoiro CAB.

Áður en Sigvaldi fór til Spánar lék hann með Fjölni í 1. deild og var stigahæsti Íslendingurinn þar með 19 stig í leik að meðaltali. 

Sigvaldi segir í viðtali við Karfan.is að tenging hans við Borce Ilievski þjálfara ÍR hafi spilað stóran þátt í því að hann ákvað að skrifa undir hjá félaginu. 

„Þegar ég kom heim í Covid var ÍR eina liðið sem ég hugsaði um. Ég held við getum orðið meistarar, við þurfum bara nokkur púsl og slípa leikinn okkar saman, þá held ég að við séum bara í góðum málum,“ sagði Sigvaldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.