Fleiri fréttir

Segir Íslendinga besta í heimi í einvígum

Fábio Magalhães, leikmaður portúgalska handboltalandsliðsins, segir leikmenn íslenska liðsins vera besta í heimi þegar kemur að einvígum á handboltavellinum.

Tekur út tæplega tveggja ára gamalt bann gegn Íslendingum

Paulo Pereira, þjálfari portúgalska landsliðsins í handbolta, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið mætir Íslandi í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta á fimmtudagskvöld. Pereira tekur út leikbann í leiknum.

„Þá kviknar þessi viðbjóðslega tilfinning sem við gengum í gegnum“

Leikmönnum og starfsliði í kringum íslenska karlalandsliðið í handbolta er létt samkvæmt Kjartani Vídó Ólafssyni, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Handknattleikssambands Íslands eftir að allir greindust neikvæðir fyrir kórónuveirusmiti í dag. Það bar hins vegar á stressi vegna prófanna.

„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig.

„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“

Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt.

Logi Geirs grét þegar hann rifjaði upp Ólympíuleikana

Logi Geirsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Stórasta land í heimi með Stefáni Árna Pálssyni hér á Vísi. Í þættinum fer Logi yfir Ólympíuleikanna í Peking árið 2008, þar sem tilfinningarnar bera Loga ofurliði.

Portúgalar ekki í vandræðum með Bandaríkjamenn

Portúgal vann afar öruggan tólf marka sigur er liðið mætti Bandaríkjunum í Gulldeildinni, æfingamóti fyrir HM í handbolta sem hefst í næstu viku, 39-27. Þá unnu Norðmenn einnig góðan sjö marka sigur gegn Brasilíu á sama móti, 30-23.

Theódór Ingi: Verður spennandi að sjá hvar íslenska liðið stendur

Íslenska karla landsliðið í handobolta leikur tvo æfingaleiki Þýskaland ytra um helgina en liðin leiða saman hesta sína í dag og svo aftur á morgun. Liðin eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu vikur. Valur Páll Eiríksson ræddi við sérfræðinginn Theódór Inga Pálmason um vonir og væntingar sem gera má til íslenska liðsins á mótinu í íþróttafréttum á Bylgjunni í morgun.

Lærisveinar Arons fengu skell stuttu fyrir HM

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska landsliðinu í handbolta máttu þola 13 marka tap er liðið mætti Spánverjum í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næstu viku.

Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“

Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar.

Ómar Ingi markahæsti leikmaður Evrópu annað árið í röð

Ísland á tvo fulltrúa á lista yfir tíu markahæstu handboltamenn Evrópu árið 2022. Annað árið í röð er Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburg, markahæsti maður ársins, en liðsfélagi hans í íslenska landsliðinu, Bjarki Már Elísson, situr í sjötta sæti listans.

Portúgalar steinlágu gegn Norðmönnum

Portúgal, sem verður mótherji Íslands í D-riðli á HM í handbolta sem hefst eftir tæpa viku, mátti þola ellefu marka tap er liðið mætti Noregi í æfingaleik í kvöld, 38-27.

Ungverjar hófu HM-undirbúninginn á sigri

Ungverjar unnu nauman eins marks sigur er liðið mætti Slóvenum í fyrri undirbúningsleik liðanna fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst eftir tæpa viku, 27-28. Ungverjar verða með okkur Íslendingum í D-riðli á HM.

Halldór tekur við Nordsjælland

Halldór Sigfússon hefur verið ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland. Hann tekur við því eftir tímabilið.

Svona var blaðamannafundur HSÍ

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ. Þar sátu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins, og Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Elísson fyrir svörum.

Sjá næstu 50 fréttir