Logi Geirs grét þegar hann rifjaði upp Ólympíuleikana Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 14:15 Logi Geirsson á Ólympíuleikunum árið 2008. Getty Images Logi Geirsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Stórasta land í heimi með Stefáni Árna Pálssyni hér á Vísi. Í þættinum fer Logi yfir Ólympíuleikanna í Peking árið 2008, þar sem tilfinningarnar bera Loga ofurliði. Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44
Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57
Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20