Handbolti

Hörður fær fyrrverandi rússneskan landsliðsmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harðverjar eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta leik í Olís-deildinni.
Harðverjar eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta leik í Olís-deildinni. vísir/hulda margrét

Harðverjar ætla ekki að gefa sæti sitt í Olís-deildinni eftir baráttulaust og hafa samið við rússneskan leikmann.

Sá heitir Alexander Tatarintsev og 32 ára rétthent skytta. Hann er engin smásmíði, 2,10 metrar á hæð og 110 kg.

Tatarintsev er með flotta ferilskrá en auk þess að leika í heimalandinu hefur hann spilað með Ademar León á Spáni, Kristianstad í Svíþjóð og Górnik Zabrze í Póllandi. Þá hefur hann leikið fyrir rússneska landsliðið.

Herði veitir ekki af liðsstyrk enda eru Ísfirðingar með einungis eitt stig á botni Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur Harðar á þessu ári er gegn ÍBV 28. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×