Sigfús ósáttur við línumennina: „Þeir gripu illa og skotnýtingin var mjög léleg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2023 09:00 Elliði Snær Viðarsson skoraði samtals tvö mörk í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi. getty/Marvin Ibo Guengoer Sigfús Sigurðsson var ekki ánægður með frammistöðu línumanna íslenska handboltalandsliðsins gegn því þýska um helgina. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 30-31, en strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar svöruðu fyrir sig með sigri í gær, 33-31. Línuspil íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska í leikjunum tveimur. Til marks um það skoruðu línumennirnir, þeir Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, aðeins fimm mörk í níu skotum um helgina. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann fór yfir leikina tvo gegn Þýskalandi. Frammistaða línumannanna stakk í augu hans. „Í tveimur heilum landsleikjum, að vörnin sé bara stoppuð þrisvar sinnum af svo menn geti komist í gegn, er alls ekki nógu gott, hvort sem það er línu- eða hornamaður inni á línunni. Bara þrisvar sinnum var búið til alvöru gat til þess að leikmenn komist í gegn,“ sagði Sigfús. „Svo var nýtingin hjá línumönnunum alveg skelfileg. Þeir gripu illa og skotnýtingin var mjög léleg.“ Sigfús var heldur ekki nógu ánægður með íslensku vörnina í leikjunum tveimur og samvinnu hennar og markvarðanna. Gamli línumaðurinn var hins vegar ánægður með frammistöðu leikstjórndanna Janusar Daða Smárasonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og sérstaklega kátur með hvernig hægri hornamennirnir spiluðu. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk á laugardaginn og Sigvaldi Guðjónsson lék sama leik í gær. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigfús hefst á 19:30. Handkastið HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 30-31, en strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar svöruðu fyrir sig með sigri í gær, 33-31. Línuspil íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska í leikjunum tveimur. Til marks um það skoruðu línumennirnir, þeir Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, aðeins fimm mörk í níu skotum um helgina. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann fór yfir leikina tvo gegn Þýskalandi. Frammistaða línumannanna stakk í augu hans. „Í tveimur heilum landsleikjum, að vörnin sé bara stoppuð þrisvar sinnum af svo menn geti komist í gegn, er alls ekki nógu gott, hvort sem það er línu- eða hornamaður inni á línunni. Bara þrisvar sinnum var búið til alvöru gat til þess að leikmenn komist í gegn,“ sagði Sigfús. „Svo var nýtingin hjá línumönnunum alveg skelfileg. Þeir gripu illa og skotnýtingin var mjög léleg.“ Sigfús var heldur ekki nógu ánægður með íslensku vörnina í leikjunum tveimur og samvinnu hennar og markvarðanna. Gamli línumaðurinn var hins vegar ánægður með frammistöðu leikstjórndanna Janusar Daða Smárasonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og sérstaklega kátur með hvernig hægri hornamennirnir spiluðu. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk á laugardaginn og Sigvaldi Guðjónsson lék sama leik í gær. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigfús hefst á 19:30.
Handkastið HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira