Handbolti

Mads Mensah nú neikvæður og má vera með á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mads Mensah Larsen hefur verið í stóru hlutverki hjá danska landsliðinu síðustu ár.
Mads Mensah Larsen hefur verið í stóru hlutverki hjá danska landsliðinu síðustu ár. Getty/Nikola Krstic/

Danska handboltastjarnan Mads Mensah óttaðist um tíma að hann myndi missa af fyrstu leikjum Dana á HM í handbolta en nú hefur kappinn aftur fengið grænt ljós.

Mads Mensah fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi í gær og var í framhaldinu skikkaður í einangrun. Samkvæmt reglum Alþjóðahandboltasambandsins þá ætti það að þýða fimm daga sóttkví.

Mads Mensah fór aftur á móti í annað kórónuveirupróf í dag og það próf reyndist neikvætt. Hann má því mæta á æfingu danska landsliðsins í dag.

Danska handboltasambandið greinir frá þessu á miðlum sínum í dag.

„Þetta er ánægjulegt og gott að geta lokað þessum kafla. Nú hlakka ég til að komast út, fá að spila handbolta aftur og geta hjálpað danska landsliðinu á þessu heimsmeistaramóti,“ sagði Mads Mensah Larsen í frétt á heimasíðu danska sambandsins.

Danir æfa í Bröndby í Danmörku í dag en þeir eru ekki enn farnir yfir til Svíþjóðar. Danir fara ekki langt því þeir spila leiki sína í Malmö sem er stutt frá Kaupmannahöfn í Danmörku. Fyrsti leikur Dana er síðan ekki fyrr en á föstudaginn á móti Belgum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×