Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Fyrri hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2023 10:01 Ýmir Örn Gíslason spilar aðallega vörnina hjá Rhein-Neckar Löwen. getty/Simon Hofmann Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í fyrri hluta yfirferðarinnar verður fjallað um markverðina, horna- og línumennina í HM-hópnum. Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent. Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent.
Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira