Handbolti

Halldór tekur við Nordsjælland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór Sigfússon er kominn með nýtt starf.
Halldór Sigfússon er kominn með nýtt starf. vísir/hulda margrét

Halldór Sigfússon hefur verið ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland. Hann tekur við því eftir tímabilið.

Halldór var ráðinn aðstoðarþjálfari Team Tvis Holstebro fyrir þetta tímabil. Hann hættir þar eftir tímabilið og tekur við Nordsjælland. Núverandi þjálfari liðsins, Simon Dahl, tekur við sem aðstoðarþjálfari Álaborgar af Arnóri Atlasyni í sumar en hann verður einmitt næsti þjálfari Team Tvis Holstebro. Alvöru hringekja.

„Ég held að Nordsjælland sé fullkomið fyrir mig á þessum tíma á ferlinum,“ er haft eftir Halldóri í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Nordsjælland er mjög áhugavert lið með marga unga og metnaðarfulla leikmenn og gott umhverfi sem ég vil vera hluti af.“

Hér heima stýrði Halldór karlaliðum FH og Selfoss og kvennaliðum Fram og FH. Þá stýrði hann bareinska karlalandsliðinu á HM fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×