Fleiri fréttir

Dagur og Bjarni á leið til Búdapest

Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð.

Bjarni Ófeigur á leið til Búdapest

Íslenska handboltalandsliðinu er að berast liðsauki en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er Bjarni Ófeigur Valdimarsson á leið til Búdapest þar sem Ísland leikur sína leiki á EM.

Spánverjar stálheppnir gegn Pólverjum en eru komnir áfram

Spánverjar eru komnir í undanúrslit á EM í handbolta eftir sigur á Pólverjum í lokaleik sínum í milliriðli II, 27-28. Pólland fékk tvö dauðafæri til að jafna metin undir lok leiks en Rodrigo Corrales, markvörður Spánar, varði í bæði skiptin.

Stjarnan hefur fundið þjálfara

Stjarnan hefur lokið leit sinni að eftirmanni Rakelar Daggar Bragadóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta.

Danir fóru illa með væng­brotna Hollendinga

Heimsmeistararnir áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotið lið Hollands er liðin mættust í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Danir unnu leikinn með tólf marka mun, lokatölur 35-23.

Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig

„Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.

Ómar: Ekki nógu gott og það svíður

„Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag.

Teitur: Alls ekki orðnir saddir

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson hefur nýtt sínar mínútur á EM vel og kemur alltaf inn af miklum krafti.

Þurfa að aflétta króatísku bölvuninni

Ef að Ísland ætlar að taka stórt skref í átt að undanúrslitum á EM í handbolta í dag þarf liðið að gera nokkuð sem Ísland hefur aldrei gert á stórmóti – vinna Króatíu.

Frá Tene til Búdapest

Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, kom óvænt inn í íslenska liðið fyrir leikinn gegn Frökkum. Fékk að spila og stóð sig vel.

Björgvin Páll laus úr einangrun

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku.

Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit

Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur.

Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag

Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka.

Pólverjar sóttu sitt fyrsta stig

Pólverjar og Rússar skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á EM í handbolta í dag. Loktölur urðu 29-29, en úrslitin þýða það að möguleikar Rússa á að fara upp úr milliriðli eru nánast orðnir að engu.

Viggó skoraði fallegasta mark gærdagsins

Í gær fóru fram þrír leiki á Evrópumótinu í handbolta og í þeim voru skoruð samtals 166 mörk. Viggó Kristjánsson, hægri skytta íslenska landsliðsins, skoraði þó það fallegasta af þeim öllum.

EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mikilvægt að vinna Frakka með svona miklum mun

Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir ótrúlegan sigur á Frökkum í milliriðlinum á EM í Ungverjalandi í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í dag. Strákarnir hringdu í fyrrverandi landsliðsmanninn Arnór Atlason sem fór yfir hversu mikilvægt það var að vinna leikinn svona stórt.

Karabatic: Við fundum engar lausnir

Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir