Handbolti

Tveir Þjóðverjar til viðbótar smitaðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Línumaðurinn Patrick Wiencek er á leið heim til Þýskalands eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.
Línumaðurinn Patrick Wiencek er á leið heim til Þýskalands eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. getty/Christina Pahnke

Enn syrtir í álinn hjá Alfreð Gíslasyni og þýska karlalandsliðinu í handbolta. Tveir leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna í morgun.

Þetta er þeir Patrick Wiencek og Simon Ernst. Þeir eru á heimleið en Þjóðverjar byrjuðu að ferja smitaða leikmenn heim til Þýskalands með sjúkraflugi í gær.

Alls hafa fjórtán leikmenn þýska liðsins smitast af veirunni síðan EM hófst fyrr í þessum mánuði.

Þýskaland tapaði fyrir Svíþjóð, 21-25, í milliriðli II í gær. Þjóðverjar eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit né að spila um 5. sætið. Þeir mæta Rússum í lokaleik sínum á mótinu klukkan 17:00 á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.