Þurfa að aflétta króatísku bölvuninni Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 10:00 Domagoj Duvnjak hefur oft reynst Íslandi erfiður í gegnum árin en er ekki með Króötum á EM vegna bakmeiðsla. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Ef að Ísland ætlar að taka stórt skref í átt að undanúrslitum á EM í handbolta í dag þarf liðið að gera nokkuð sem Ísland hefur aldrei gert á stórmóti – vinna Króatíu. Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu.
Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira