Björgvin Páll laus úr einangrun Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 08:54 Björgvin Páll Gústavsson var einn af þeim sem greindust fyrstir með kórónuveirusmit af þeim níu sem smitast hafa í íslenska leikmannahópnum frá því í síðustu viku. Getty Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku. Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Björgvin Páll staðfestir þetta á Instagram þar sem hann segir: „Ég trúi þessu ekki... Ég er laus úr einangrun! Þakka samveruna á miðlunum! Kann að meta öll „follow“, skilaboð, pepp o.fl. en megið ekki búast við miklum svörum í framhaldinu... fyrr en eftir mót! ❤️ Nú fer öll orkan í að hjálpa strákunum og njóta þess að vera hluti af þessu ævintýri aftur! Króatía á eftir! Áfram Ísland!“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Níu leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit frá því á miðvikudaginn í síðustu viku. Björgvin var einn af þremur sem fyrst greindust með jákvætt sýni, ásamt þeim Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni. Elvar og Ólafur bíða enn og vona að þeir geti verið með gegn Króatíu. Björgvin Páll fékk neikvætt úr PCR-prófi og svokallað CT-gildi var langt yfir 30, eins og krafa er um en það bendir til þess að menn smiti ekki frá sér. Eftir því sem Vísir kemst næst voru CT-gildi Elvars og Ólafs rétt undir 30 þegar þeir fengu síðast niðurstöðu en þeir bíða þess að fá niðurstöðu úr nýju prófi, sem gæti komið rétt áður en leikur hefst. Síðasta fimmtudag var greint frá þremur smitum til viðbótar, hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason duttu svo út fyrir leikinn við Frakka á laugardag, og í gær var greint frá því að Daníel Þór Ingason hefði greinst með smit. Fjórir leikmenn kallaðir út Tveir nýir leikmenn mættu til Búdapest og voru með í sigrinum gegn Frökkum á laugardag, Valsararnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Tveir leikmenn Hauka, þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, mættu svo skömmu eftir þann leik og geta verið með í dag. Leikurinn við Króatíu hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi þar sem ítarlega verður fjallað um leikinn með viðtölum, einkunnagjöf og fleiru.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00 Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31 Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30 Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Gætum endurheimt smitaða leikmenn í dag Það hefur ekki alveg verið á hreinu hvernig reglurnar eru varðandi leikmenn sem smitast af Covid á EM. Það er að segja hvenær þeir mega koma til baka. 24. janúar 2022 08:00
Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur. 24. janúar 2022 08:31
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. 19. janúar 2022 21:30
Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19. janúar 2022 20:21