Fleiri fréttir

Einangrun á EM stytt niður í fimm daga

Evrópska handknattleikssambandið hefur staðfest breytingar á reglum varðandi einangrun og sóttkví vegna kórónuveirusmita á Evrópumóti karla sem hefst í næstu viku.

Mun vægari reglur um smitaða leikmenn á EM

Handknattleikssamband Evrópu hefur ákveðið að milda allhressilega reglur sínar varðandi leikmenn sem smitast af kórónuveirunni í aðdraganda EM sem hefst næsta fimmtudag.

„Þá skall þetta bara á okkur“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs.

Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM

Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku.

Strákarnir okkar í búbblunni komust í golf

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á Evrópumótið seinna í þessum mánuði en vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmitum er liðið komið í búbblu.

Strangar reglur sem erfitt verður að vinna eftir

EM í handbolta karla sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu hefst þann 13. janúar næstkomandi. Strangar reglur verða á mótinu og munu leikmenn sem smitast af Covid-19 ekki fá að taka þátt fyrr en tveimur vikum eftir að smit greinist.

Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits

Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar.

Ráðist á leikmann PSG

Ráðist var á leikmann handboltaliðs Paris Saint-Germain í gærnótt í frönsku höfuðborginni. Leikmaðurinn er þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár.

Þórir þjálfari ársins í fyrsta sinn

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2021 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands

Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest.

Óðinn í Sviss í þrjú ár

Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss frá og með næstu leiktíð.

Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands

Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni.

Þjálfari Fram frá KR til ÍR

Handknattleiksþjálfarinn sigursæli Stefán Arnarson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri ÍR í Breiðholti.

Þjálfari Portúgals upplifir martröð Guðmundar

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að leikmenn liðsins haldist heilir fram yfir EM í janúar. Hjá Portúgal, fyrsta mótherja Íslands, hafa sterkir hlekkir dottið út.

Átta í franska EM-hópnum með veiruna

Kórónuveiran hefur heldur betur sett strik í undirbúning franska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna.

Teitur og félagar fyrstir til að leggja Magdeburg að velli

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg urðu í dag fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Íslendingaliði Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á tímabilinu. Lokatölur urðu 30-27, en Magdeburg hafði unnið alla 16 leiki sína til þessa.

Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu

Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu.

Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM

„Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins.

Sjá næstu 50 fréttir