Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 12:03 Alexis Borges er á meðal þeirra sem dottið hafa út úr portúgalska landsliðshópnum vegna meiðsla. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira