Janus Daði hafði betur í Íslendingaslag | Gummersbach jók forskot sitt á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2021 16:36 Janus Daði Smárason átti góðan dag í liði Göppingen. Harry Langer/DeFodi Images via Getty Images Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur efstu deildum þýska handboltans í tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka. Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen tóku á móti Viggó Kristjánssyni og félögum í Stuttgart. Heimamenn í Göppingen tóku forystuna snemma og náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik. Liðið hélt forystunni út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-13, Göppingen í vil. Gestirnir frá Stuttgart minnkuðu muninn niður í tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og munurinn var so kominn niður í eitt mark þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Viggó og félagar náðu svo loks að jafna þegar um sjö mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Göppingen náðu þriggja marka forskoti á ný, en gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu aftur þegar ein og hálf mínúta var eftir. Viggó og félagar fóru þá illa að ráði sínu og niðurstaðan varð tveggja marka sigur Göppingen, 34-32. Sigurinn lyfti Göppingen upp að hlið Wetzlar í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki, en Wetzlar hefur leikið einum leik minna. Stuttgart situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með níu stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Göppingen, en í liði Stuttgart var Viggó með fimm. 60' | Was ein Krimi! Wir gewinnen das Derby mit 34:32 🙌 #FAGTVB #zamma— FRISCH AUF! Göppingen (@FRISCHAUFGP) December 26, 2021 Þá fór Íslendingalið Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar í heimsókn til Coburg í þýsku B-deildinni á sama tíma. Gummersbach er án Hákons Daða Styrmissonar sem sleit krossband á dögunum, en það kom ekki í veg fyrir góðan tveggja marka sigur liðsins, 35-37. Óðinn Þór Ríkharðsson var atkvæðamikill í liði Gummersbach með sex mörk og Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö. Gummersbach er nú með fimm stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar. Liðið er með 30 stig eftir 19 leiki, 16 stigum meira en Coburg sem situr í 12. sæti deildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen tóku á móti Viggó Kristjánssyni og félögum í Stuttgart. Heimamenn í Göppingen tóku forystuna snemma og náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik. Liðið hélt forystunni út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-13, Göppingen í vil. Gestirnir frá Stuttgart minnkuðu muninn niður í tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og munurinn var so kominn niður í eitt mark þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Viggó og félagar náðu svo loks að jafna þegar um sjö mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Göppingen náðu þriggja marka forskoti á ný, en gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu aftur þegar ein og hálf mínúta var eftir. Viggó og félagar fóru þá illa að ráði sínu og niðurstaðan varð tveggja marka sigur Göppingen, 34-32. Sigurinn lyfti Göppingen upp að hlið Wetzlar í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki, en Wetzlar hefur leikið einum leik minna. Stuttgart situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með níu stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Göppingen, en í liði Stuttgart var Viggó með fimm. 60' | Was ein Krimi! Wir gewinnen das Derby mit 34:32 🙌 #FAGTVB #zamma— FRISCH AUF! Göppingen (@FRISCHAUFGP) December 26, 2021 Þá fór Íslendingalið Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar í heimsókn til Coburg í þýsku B-deildinni á sama tíma. Gummersbach er án Hákons Daða Styrmissonar sem sleit krossband á dögunum, en það kom ekki í veg fyrir góðan tveggja marka sigur liðsins, 35-37. Óðinn Þór Ríkharðsson var atkvæðamikill í liði Gummersbach með sex mörk og Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö. Gummersbach er nú með fimm stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar. Liðið er með 30 stig eftir 19 leiki, 16 stigum meira en Coburg sem situr í 12. sæti deildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti