Fleiri fréttir

Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM

Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.

„Hún hefur valið rétta foreldra“

Ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í handbolta var hin 22 ára Henny Reistad. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, segir hana einstakan leikmann.

„Vinn mikið í nútíð og framtíð en ekki svo mikið í fortíð“

Það að Þórir Hergeirsson stýri norska kvennalandsliðinu í handbolta í verðlaunasæti á stórmótum er orðinn jafn fastur hluti af aðventunni og kertaljós, mandarínur og skata. Á sunnudaginn varð Noregur heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi, 29-22. Þórir segir vinnusemi og góðan liðsanda lykilinn að árangrinum sem hann tekur svo sannarlega ekki sem sjálfsögðum hlut.

„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla.

Fundu peninga á síðustu stundu og geta mætt Íslandi

Landslið Litháens kemur til Íslands í byrjun nýs árs og spilar tvo vináttulandsleiki áður en liðið heldur á sitt fyrsta stórmót í handbolta karla í rúma tvo áratugi. Um tíma var útlit fyrir að liðið yrði ekki með á EM vegna skuldar.

Robbi Gunn: Dýru menn Vals eru komnir upp við vegg og þurfa að spýta í lófana

Valsmenn hafa komið sér í gegnum meiðsli lykilmanna sinna með því að treysta á framlag frá ungum og stórefnilegum leikmönnum sínum. Í jólaþætti Seinni bylgjunnar ræddu sérfræðingarnir framhaldið og hvort að stórstjörnurnar kæmust bara aftur í liðið hjá Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara.

„Ég hef bullandi trú á þessu liði“

Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti.

EM-hópur Íslands í Búdapest

Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

Fundur HSÍ: EM-hópur Íslands valinn

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson tilkynnti á blaðamannafundi í dag hvaða leikmenn verða í hópnum sem kemur saman 2. janúar til undirbúnings fyrir EM í handbolta.

Stóru spurningarnir fyrir EM-hópinn

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnir tuttugu manna hóp sinn fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í dag. Sextán mega vera í hóp í hverjum leik á mótinu.

„Ógeðslega pirraður og reiður“

„Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð. 

Hákon út úr EM-hópnum með slitið krossband

Hákon Daði Styrmisson mun hafa átt að fá sæti í 20 manna hópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir EM í janúar en alvarleg meiðsli koma í veg fyrir þátttöku hans þar.

Snorri Steinn Guðjónsson: Við náðum í tvö stig

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var feginn með sigur liðs síns á HK í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörkuleik í Kórnum.

Þórir á leið með norsku stelpurnar í tíunda úrslitaleikinn

Norska kvennalandsliðið í handbolta er á leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins eftir nokkuð öruggan sex marka sigur gegn heimakonum frá Spáni. Lokatölur urðu 27-21, en þetta er í tíunda skipti sem norska liðið fer í úrslitaleik á stórmóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar.

Teitur og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið er nú komið í þriðja sæti deildarinnar eftir átta marka sigur gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-19.

Sjá næstu 50 fréttir