Handbolti

Átta í franska EM-hópnum með veiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kórónuveiran læsti klónum í Nikola Karabatic.
Kórónuveiran læsti klónum í Nikola Karabatic. getty/Tom Weller

Kórónuveiran hefur heldur betur sett strik í undirbúning franska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna.

Fimm leikmenn franska liðsins greindust með veiruna í gær, þeir Rémi Desbonnet, Hugo Descat, Aymeric Minne, Dylan Nahi og Élohim Prandi. 

Áður höfðu þeir Nikola Karabatic, Yanis Lenne og Benoit Kounkoud greinst með veiruna. Átta af tuttugu í EM-hópnum sem Guillaume Gille hafa því smitast af veirunni á undanförnum dögum. Og til að bæta gráu ofan á svart er Nedin Remili meiddur og verður ekki með á EM.

Frakkar, sem eru Ólympíumeistarar, hófu formlegan undirbúning fyrir EM í gær. Það verður þó heldur fámennt á fyrstu æfingunum.

Fyrsti leikur Frakka á EM er gegn Króötum 13. janúar. Frakkland mætir svo Úkraínu 15. janúar og Serbíu tveimur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×