Fleiri fréttir

Teitur Örn til Flensburg

Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Flensburg.

Teitur á leið til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Jónatan: Frammistaða sem við þurfum að skammast okkar fyrir

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að sóknarleikur sinna manna hafi verið afleitur í seinni hálfleik gegn Stjörnunni. KA-menn voru 16-17 yfir í hálfleik en skoruðu bara sjö mörk eftir hlé og Stjörnumenn unnu öruggan sex marka sigur, 30-24.

Annar stórsigurinn á tveimur dögum og Haukar eru komnir áfram

Haukar eru komnir áfram í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir 12 marka sigur gegn kýpverska liðinu Parnassos Strovolou, 37-25. Liðin mættust einnig í gær þar sem Haukar unnu 25-14, og samanlagður sigur þeirra var því 62-39.

Ótrúlegar lokamínútur tryggðu Selfyssingum jafntefli

Selfoss tók á móti slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Selfyssingar eru í fínum málum fyrir seinni leik liðanna, en ótrúlegar lokamínútur tryggðu liðinu jafntefli, 31-31.

Einar Jónsson: Við unnum og það skiptir máli

Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, var að vonum sáttur með sigur á HK er liðin mættust í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur sem endaði með sigri Fram. Lokatölur 27-25. 

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Haukar í frábærum málum fyrir seinni leikinn

Haukar heimsóttu kýpverska liðið Parnassos Strovolou í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna, en Haukar fara með 11 marka forskot í seinni leikinn eftir stórsigur, 25-14.

Aron skoraði sjö í naumum sigri

Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, og í tveimur þeirra voru Íslendingar í eldlínunni. Arnon Pálmarsson skorai sjö mörk þegar að Álaborg sigraði Skjern með einu marki, 27-26, og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem vann fimm marka sigur gegn TMS Ringsted, 36-31.

KA/Þór með fjögurra marka sigur í fyrsta Evrópuleiknum

Íslandsmeistarar KA/Þórs heimsóttu Kósovómeistara KHF Istogu í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór reyndist sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 26-22.

Janus og félagar björguðu stigi í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen björguðu stigi gegn Íslendingaliði MT Melsungen með Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson innanborðs í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 26-26, en Göppingen var mest fimm mörkum undir í seinni hálfleik.

Aron snýr aftur til leiks

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Elín Jóna valin í úrvalsliðið

Ísland á fulltrúa í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta. Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð sig betur en markverðirnir í hinum 23 liðunum að mati EHF.

Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. 

Sjá næstu 50 fréttir