Fleiri fréttir

Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana

Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH.

Guðmundur Guðmundsson hættir með Melsungen

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins og MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er að hætta með liðið eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Kristján Örn hafði betur í Íslendingaslag

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy tóku á móti Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í PAUC í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Kristján Örn og félagar höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun og unnu að lokum sannfærandi 12 marka sigur, 26-38.

Teitur skoraði fimm í naumu tapi

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í IFK Kristianstad heimsóttu Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Teitur skoraði fjögur mörk þegar að liðið tapaði með minnsta mun, 30-29.

„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“

„Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 

Kári Kristján: Fengum einn á kjaftinn

„Þessi leikur á eftir að verða dýrmætur fyrir okkur til að læra af, við fengum eiginlega bara einn á kjaftinn. Það er einkunnin, einn á kjaftinn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línumaður ÍBV eftir 30-27 sigur Eyjamanna á Víkingum í Olís-deildinni í kvöld.

Tap hjá Sigvalda og félögum í Meistaradeildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í pólska liðinu Vive Kielce þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29, þegar að liðið heimsótti rúmenska félagið Dinamo Bucuresti í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Undanúrslitin í Coca-Cola bikarnum klár

Í kvöld var dregið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta. Karlamegin mætast Íslandsmeistarar Vals og Afturelding, en kvennamegin halda Framarar titilvörn sinni áfram gegn Valskonum.

Íslendingalið Gummersbach hóf tímabilið á sigri

Íslendingaliðið Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar vann góðan níu marka sigur gegn Lubeck-Schwartau í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar. Lokatölur 31-22, en Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson leika með liðinu.

Öruggt hjá Val sem er kominn í undan­úr­slit

Valur var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta. Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn með öruggum tíu marka sigri á FH 34-24.

Fram og Afturelding í undanúrslit

Fram og Afturelding fylgdu í fótspor Stjörnunnar og tryggð sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta. Fram lagði ÍR 36-30 á meðan Afturelding vann nágranna sína í Fjölni með fimm mörkum, 35-30.

Ómar Ingi með tvö mörk í sigri Magdeburg

Magdeburg bar sigurorð af Rhein-Neckar Löwen í annarri umferð þýsku bundesligunnar í handbolta í dag, 25-28. Lið Magdeburg leiddi mestallan leikinn og höfðu meðal annars fjögurra marka forystu í hálfleik 11-15

Elvar góður í tapi MT Melsungen

Íslendingaliðið MT Melsungen tapaði í kvöld fyrir stórliði Kiel í annarri umferð þýsku Bundesligunnar í handbolta, 26-33. Elvar örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen.

Íslenskir dómarar á EM

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson verða á ferðinni á Evrópumótinu í handbolta í janúar. Þeir eru á meðal 18 dómarapara frá jafnmörgum löndum sem dæma á mótinu.

Sjá næstu 50 fréttir