Handbolti

Ómar Ingi með tvö mörk í sigri Magdeburg

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu.
Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Petr David Josek

Magdeburg bar sigurorð af Rhein-Neckar Löwen í annarri umferð þýsku bundesligunnar í handbolta í dag, 25-28. Lið Magdeburg leiddi mestallan leikinn og höfðu meðal annars fjögurra marka forystu í hálfleik 11-15

Magdeburg bar sigurorð af Rhein-Neckar Löwen í annarri umferð þýsku bundesligunnar í handbolta í dag, 25-28. Lið Magdeburg leiddi mestallan leikinn og höfðu meðal annars fjögurra marka forystu í hálfleik, 11-15.

Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg sem er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 

Gísli Þorgeir Kristjánsson er einnig á máli hjá Magdeburg en er að jafna sig eftir meiðsli. Reyn-Neckar Löwen er með einn sig og eitt tap eftir fyrstu tvo leikina. Ýmir Örn Gíslason er á mála hjá Löwen en komst ekki á blað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.