Handbolti

Tap hjá Sigvalda og félögum í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigvaldi og félagar snéru taflinu við gegn Dinamo Búkarest í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag.
Sigvaldi og félagar snéru taflinu við gegn Dinamo Búkarest í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag. PA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í pólska liðinu Vive Kielce þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29, þegar að liðið heimsótti rúmenska félagið Dinamo Bucuresti í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í 7-3, og náðu svo fimm marka forskoti þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-12, heimamönnum í vil.

Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks, en í stöðunni 20-15 skoruðu gestirnir frá Póllandi fimm mörk í röð og jöfnuðu leikinn.

Næstu mínútur gat ekkert skilið liðin að, og þau héldust í hendur alveg fram á lokakaflann.

Þar reyndust heimamenn sterkari og þeir unnu að lokum sterkan tveggja marka sigur, 32-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×