Handbolti

Svona lítur áhöfnin á Seinni bylgjunni út í vetur

Sindri Sverrisson skrifar
Svava Kristín Gretarsdóttir og Stefán Árni Pálsson standa vaktina í Seinni bylgjunni í allan vetur.
Svava Kristín Gretarsdóttir og Stefán Árni Pálsson standa vaktina í Seinni bylgjunni í allan vetur. Stöð 2 Sport

Tímabilið í Olís-deildunum er handan við hornið og Seinni bylgjan er orðin fullmönnuð fyrir veturinn.

Stefán Árni Pálsson er nýr stjórnandi karlaþáttarins og með honum í vetur verða Ásgeir Örn Hallgrímsson, Rúnar Sigtryggsson, Bjarni Fritzson, Theodór Ingi Pálmason, Jóhann Gunnar Einarsson og Róbert Gunnarsson. Einar Andri Einarsson verður svo að lýsa leikjum með lýsurum Stöðvar 2 Sports.

Svava Kristín Gretarsdóttir verður sem fyrr stjórnandi kvennaþáttarins og með henni verða Sigurlaug Rúnarsdóttir, Þorgerður Anna Atladóttir, Sunneva Einarsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.

Þorgeir Logason er svo nýr framleiðandi beggja þátta.

Upphitunarþátturinn fyrir Olís-deild karla fer í loftið næsta mánudag en upphitunarþáttur fyrir Olís-deild kvenna er á fimmtudaginn í næstu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.