Þetta verður í annað skiptið sem að 24 lið spila á EM en alls verða spilaðir 65 leikir á mótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta verður jafnframt annað Evrópumótið í röð sem Anton og Jónas dæma á en þeir dæmdu tvo leiki á EM 2020.
Anton og Jónas koma ekki til með að dæma í B-riðli en þar spilar íslenska landsliðið gegn Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi og er riðillinn leikinn í Búdapest.
Íslenska dómaraparið hefur áður einnig dæmt á HM og Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Anton býr yfir meiri reynslu en Jónas því hann dæmdi áður á stórmótum með Hlyni Leifssyni og er samkvæmt frétt handbolta.is á leið á sitt sjöunda stórmót.
Dómarapörin á EM:
- Austurríki: Radojko Brkic / Andrei Jusufhodzic
- Danmörk: Mads Hansen / Jesper Madsen
- Ísland: Jónas Elíasson / Anton Pálsson
- Króatía: Matija Gubica / Boris Milosevic
- Litáen: Vaidas Mazeika / Mindaugas Gatelis
- N-Makedónía: Slave Nikolov / Gjorgji Nachevski
- Portúgal: Duarte Santos / Ricardo Fonseca
- Rúmenía: Bogdan Nicolae Stark / Romeo Mihai Stefan
- Serbía: Nenad Nikolic / Dusan Stojkovic
- Slóvakía: Boris Mandak / Mario Rudinsky
- Slóvenía: Bojan Lah / David Sok
- Spánn: Andreu Marin / Ignacio Garcia Serradilla
- Svartfjallaland: Ivan Pavicevic / Milos Raznatovic
- Sviss: Arthur Brunner / Morad Salah
- Svíþjóð: Mirza Kurtagic / Mattias Wetterwik
- Tékkland: Vaclav Horacek / Jiri Novotny
- Ungverjaland: Adam Biro / Oliver Kiss
- Þýskaland: Robert Schulze / Tobias Tönnies