Handbolti

Tveir íslenskir sigrar og tvö íslensk töp í þýska handboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg í dag.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg í dag. Getty/Uwe Anspach

Fjórir leikir fóru fram í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum.

Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen unnu sannfærandi sigur gegn Andra Má Rúnarssyni og félögum hans í Stuttgart.

Lokatölur 34-27, en Andri Már skoraði tvö mörk í liði Stuttgart og Janus Daði eitt fyrir Göppingen.

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru í liði Magdeburg sem vann góðan heimasigur gegn HSG Wetzlar. Ómar Ingi var markahæsti leikmaður heimamanna með fjögur mörk í leik sem endaði 30-26.

Bjarki Már Elísson hafði hægt um sig þegar hann, ásamt félögum sínum í Lemgo, tók á móti Leipzig. Bjarki Már hefur verið iðinn við að skora á seinustu tímabilum, en hann komst ekki á blað þegar að liðið tapaði naumlega, 27-26.

Þá steinlá Íslendingalið Melsungen fyrir Fuchse Berlin, . Elvar Örn Jónsson skoarði tvö mörk fyrir Melsungen, Arnar Freyr Arnarsson eitt, en Alexander Petersson komst ekki á blað þegar að liðið tapaði 33-25.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.