Fleiri fréttir

Orri Freyr samdi við norsku meistarana

Íslenskir hornamenn halda áfram að fara út í atvinnumennsku því Haukamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson hefur samið við norska félagið Elverum.

Stjarnan fær Britney

Handknattleikskonan Britney Cots hefur samið um að leika með Stjörnunni næstu þrjú árin. Hún kemur til félagsins frá FH þar sem hún hefur spilað undanfarin þrjú tímabil.

„Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi“

Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að læra við fótskör Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Í morgun var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið. Þar hittir Hákon fyrir annan Eyjamann, Elliða Snæ Viðarsson.

Guðjón Valur krækir í Hákon Daða

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson gengur í raðir þýska B-deildarliðsins Gummersbach í sumar. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.

Fara beint út á völl eftir tvær vikur í sótt­kví

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni og íslenska handboltalandsliðsins, losnaði úr tveggja vikna sóttkví á miðnætti. Hann fær ekki langan tíma til að koma sér af stað en Bergischer mætir Essen síðar í dag.

Allt of margir í mínu liði í dag sem eru ekki nógu góðir

Halldór Jóhann Sigfússon var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í kvöld, en Selfyssingar fengu Valsmenn í heimsókn í Hleðsluhöllina. Lokatölur 31-26, Valsmönnum í vil, og Halldór segir að liðinu hafi skort einbeitingu.

Umfjöllun: Stjarnan - ÍR 33-23 | Auðvelt hjá Stjörnunni

Stjarnan vann stóran sigur á fallliði ÍR 33-22 á heimavelli en með sigrinum komust þeir upp í 4. sæti deildarinnar með 21 stig. ÍR féll endanlega úr deildinni á föstudaginn og tekur því grill-66 deildin við á næsta tímabili.

Ísland einn fimm fastagesta en er í þriðja styrkleikaflokki

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á meðal þeirra 24 liða sem spila á EM í janúar á næsta ári, sem fram fer í Slóvakíu og Ungverjalandi. Ísland verður í næstneðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.

FH-ingar fá einn efnilegasta markmann landsins

Svavar Ingi Sigmundsson, ungur og efnilegur markmaður frá KA, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Handknattleiksdeild FH og mun ganga til liðs við félagið í sumar.

Tandri Már inn fyrir Ými Örn

Ein breyting hefur verið gerð íslenska landsliðinu sem mætir Ísrael síðar í dag. Tandri Már Konráðsson kemur inn í hópinn fyrir Ými Örn Gíslason.

Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur

„Ég er stolt og glöð. Frábær sigur og ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur en rosalega sterkt að klára með sigri,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á ÍBV í dag. 

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.