Elverum segir frá því að félagið hafi gert tveggja ára samning við vinstri hornamanninn Orra Frey frá og með næsta tímabili.
Hinn 21 árs gamli Orri Freyr hefur spilað stórt hlutverk í Haukaliðinu undanfarin ár en í vetur hefur hann skorað 6,1 mark að meðaltali í 15 deildarleikjum Hauka. Haukaliðið er á toppi deildarinnar og líklegt til afrek í úrslitakeppninni.
Ny signering
— ElverumHandball (@ElverumHandball) May 6, 2021
Velkommen til Elverum Orri Freyr Þorkelsson I desember debuterte han for og neste sesong skal han skåre mål for #sammenforelverum #klubbforlivet #ehfcl pic.twitter.com/GWE8GjGzQe
Orri Freyr á að koma inn í Elverum liðið fyrir norska landsliðsmanninn Alexandre Blonz sem er á leiðinni til ungverska stórliðsins Pick Szeged.
Á heimasíðu Elverum er bundnar miklar væntingar til Hafnfirðingsins sem er farinn að banka á landsliðsdyrnar og ætlar nú að taka næsta skrefið á sínum ferli.
Orri Freyr er ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn sem spilar fyrir Elverum en Sigvaldi Guðjónsson spilaði hjá félaginu í nokkru ár við góðan orðstír. Sigvaldi fór þaðan til pólska félagsins Kielce.
„Freyr Þorkelsson er öflugur leikmaður með góða skottækni sem sést meðal annars í tölfræðinni þar sem hann er með vítanýtingu upp á 93 prósent. Þetta er leikmaður sem hefur rétt hugarfar og er óhræddur við átök í vörninni. Hann er fljótur á fæti og það kemur sér vel fyrir Elverum sem treystir á hraðaupphlaup,“ segir um Orra á heimasíðu norska félagsins.