Handbolti

Stjarnan fær Britney

Sindri Sverrisson skrifar
Britney Cots spilar í bláa Stjörnubúningnum næstu árin.
Britney Cots spilar í bláa Stjörnubúningnum næstu árin. mynd/stjarnan

Handknattleikskonan Britney Cots hefur samið um að leika með Stjörnunni næstu þrjú árin. Hún kemur til félagsins frá FH þar sem hún hefur spilað undanfarin þrjú tímabil.

Britney er 24 ára gömul og hefur skorað 44 mörk í 11 leikjum fyrir botnlið FH sem er fallið úr Olís-deildinni. 

Í tilkynningu frá Stjörnunni er bent á að Britney, sem sé rétthentur útileikmaður og sterkur varnarmaður, sé mikil íþróttakona sem æft hafi frjálsar íþróttir frá unga aldri. Hún eigi til að mynda félagsmet FH í kúluvarpi með 14,5 metra kasti. 

Þar segir einnig að Britney, sem er landsliðskona Senegals, starfi nú þegar í Garðabæ, í leikskóla.

Britney Cots semur við Stjörnuna Stjarnan hefur samið við Britney Cots til 3 ára og mun hún koma til liðsins fyrir...

Posted by Stjarnan Handbolti on Miðvikudagur, 5. maí 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.