„Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 16:35 Theodór Ingi Pálmason og Ágúst Jóhannsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Theodór Ingi Pálmason segir að neðstu lið Olís-deild karla í handbolta séu það langt á eftir öðrum að vert sé að skoða það að fækka liðum í deildinni úr tólf í tíu. Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti