Fleiri fréttir

Íslandsmeistarar Vals áfram með fullt hús

Valskonur unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 30-19, í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en Valur er því ásamt Fram eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sína leiki. Framkonur hafa þó leikið leik fleiri og eru því með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistarana.

Sigurbergur skoraði níu mörk á móti Kiel en það dugði ekki

Þrjú Íslendingalið í viðbót við Hannover-Burgdorf komust áfram í sextán liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen, Kiel og Emsdetten unnu sína leiki í 32 liða úrslitum bikarsins en öll fjögur liðin eru þjálfuð af Íslendingum.

Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Digranesinu

HK fékk Akureyri í heimsókn til sín í 32- liða úrslitum Eimskipsbikarsins í kvöld í stórleik umferðarinnar. Leiknum lauk með 30 – 29 sigri Akureyringa og bókuðu þeir með því miða sinn í 16-liða úrslitunum.

Oddur: Erum með sjálfstraustið í botni

„Þeir mættu brjálaðir til leiks, við vorum ekki með neitt vanmat enda vissum við að þeir væru búnir að vinna nokkra leiki í röð og úr varð hörkuleikur sem við erum ánægðir að klára," sagði Oddur Grétarsson leikmaður Akureyrar eftir 30-29 sigur í Digranesinu á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins.

Framkonur unnu sextán marka sigur í Fylkishöllinni

Fram vann 34-18 sigur á Fylki í Fylkishöll í kvöld í fyrsta leiknum í 4. umferð N1 deildar kvenna. Fram hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið.

Kristinn: Við ætlum ekki að vera sama liðið í allan vetur

„Það er alltaf sárt að detta út úr bikarnum sama eins og allar aðrar keppnir, það er alltaf sárt að detta úr keppnum. Menn hljóta að fara í bikarkeppnina til að fara í höllina eins og maður fer í Íslandsmótið til að komast í úrslitakeppnina" sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK eftir tap sinna manna gegn Akureyri í kvöld.

Atli : Aðalatriðið er að komast áfram

„Ég er ekkert sérstaklega ánægður með leikinn sem slíkan nema það við börðumst áfram, kláruðum þetta undir lokin og erum komnir áfram " sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyri eftir 30-29 sigur í Digranesinu á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins.

Akureyringar slógu HK út úr bikarnum í Digranesi

Akureyri tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Eimskips bikar karla eftir 30-29 sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var stórleikur 32 liða úrslitanna og eini leikurinn milli liða í N1 deild karla.

Füchse Berlin og TuS N-Lübbecke áfram í þýska bikarnum

Íslendingaliðin Füchse Berlin og TuS N-Lübbecke komust í kvöld í 16 liða úrslit þýska bikarsins í handbolta eftir sigra á útivelli. Sigur Füchse Berlin var öruggur en TuS N-Lübbecke þurfti framlengingu til þess að komast áfram.

Stefán: Fórum vel yfir mistökin í fyrri leiknum

„Það er mjög gott að ná að vinna eins sterkt lið og Oldenburg er," sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals. Valur vann Oldenburg 28-26 í EHF-bikarnum í kvöld en er samt úr leik þar sem fyrri viðureignin endaði með ellefu marka sigri þýska liðsins á laugardag.

Pálmar: Vítið mitt var það öruggasta sem ég hef séð

Leikur Völsungs og FH í Eimskipsbikarnum i dag var sérstakur fyrir Pálmar Pétursson, markvörð FH. Hann er uppalinn Húsvíkingur og spilaði með Völsungi síðast er liðið spilaði alvöru leik fyrir tíu árum síðan.

Umfjöllun: FH aðeins of stór biti fyrir Völsung

Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson skildi að milli Völsungs og FH í dag er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Annars voru liðin nokkuð jöfn. Það er kannski ekki fullur sannleikur en þetta var í það minnsta álit Húsvíkinga á leiknum.

Fyrsta tap Dags á tímabilinu

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin töpuðu í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kasi-Jesper vill fá Ólaf í AG

Jesper Nielsen, eigandi danska liðsins AG Kaupmannahöfn og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen, vill fá Ólaf Stefánsson í raðir AG á næsta tímabili.

Tap hjá Íslendingaliðunum

Öll Íslendingaliðin sem voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld töpuðu sínum leikjum.

Naumur sigur Fram á Stjörnunni

Stjarnan var afar nærri því að ná óvæntu stigi gegn Fram í N1-deild kvenna í dag en mátti sætta sig við afar naumt tap.

Gunnar. Grátlegt tap

„Þetta var bara grátlegt hérna í lokin,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, virkilega svekktur eftir leikinn í kvöld.

Logi: Vorum með þetta allan tímann

„Við vorum klárlega betri aðilinn í dag og þrátt fyrir að hafa aðeins dottið niður í leiknum vorum við með þetta allan tímann," sagði Logi Geirsson eftir að FH vann sannfærandi sigur á Selfossi í kvöld.

Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka á Aftureldingu

Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn.

Góðir sigrar hjá Kiel og Wetzlar

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel unnu seiglusigur á nágrönnum sínum í Flensburg, 31-37, í stórleik kvöldsins í þýska handboltanum.

Sigurbergur sýndi sig og sannaði fyrir landsliðsþjálfaranum

Sigurganga Guðmundar Guðmundsson sem þjálfara þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen hélt áfram í gær þegar liðið vann sjötta leikinn í röð síðan að íslenski landsliðsþjálfarinn tók við. Rhein-Neckar Löwen vann þá 31-28 heimasigur á Ísleningaliðinu DHC Rheinland.

Haukar mæta Sverre og félögum

Það verður Íslendingaslagur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins því Íslandsmeistarar Hauka drógust gegn Sverre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt.

Framkonur unnu annan 27 marka sigurinn í röð

Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna með 27 marka sigri á HK, 41-14, í Digranesi í lokaleik 2. umferðar í kvöld. Framliðið er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu með 27 marka mun því liðið vann 38-11 sigur á Haukum í fyrstu umferð.

Rhein Neckar Löwen vann stórsigur á frönsku liði

Rhein Neckar Löwen hefur byrjað frábærlega undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og í dag vann liðið fimmtán marka stórsigur á franska liðinu Chambery Savoie, 37-22, í Meistaradeildinni.

Aron með þrjú mörk fyrir Kiel í fjögurra marka sigri

Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Kiel þegar liðið vann 33-29 sigur á pólsku meisturunum í KS Vive Kielce í Sparkassen-höllinni í Kiel í dag. Kiel var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16-13. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel-liðið eins og allir vita.

Snilldarleikhlé Dags Sigurðssonar hélt lífi í sigurgöngunni

Füchse Berlin hélt áfram sigurgöngu sinni í þýska handboltanum eftir 27-24 sigur á Sverre Andre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt. Füchse Berlin er því áfram í efsta sætinu en liðið hefur unnið alla sjö leiki tímabilsins til þessa.

Logi: Eins og hann sé með puttann í rafmagnsdósinni

FH-ingurinn Ólafur Andrés Guðmundsson hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum FH í N1 deild karla og hefur greinilega notið góðs af því að spila við hlið Loga Geirssonar sem hefur tekið að sér leikstjórnendahlutverkið í FH-liðinu í vetur.

Hannes Jón tryggði Hannover sigur af vítapunktinum

Hannes Jón Jónsson tryggði Hannover-Burgdorf 30-29 sigur á Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar hann skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover-Burgdorf liðsins sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu.

Sjá næstu 50 fréttir