Handbolti

Sigurbergur sýndi sig og sannaði fyrir landsliðsþjálfaranum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kai Wandschneider talar við Sigurberg Sveinsson.
Kai Wandschneider talar við Sigurberg Sveinsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Sigurganga Guðmundar Guðmundsson sem þjálfara þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen hélt áfram í gær þegar liðið vann sjötta leikinn í röð síðan að íslenski landsliðsþjálfarinn tók við. Rhein-Neckar Löwen vann þá 31-28 heimasigur á Ísleningaliðinu DHC Rheinland.

„Dormagen spilaði þennan leik mjög klókt og þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur," sagðui Guðmundur í viðtali við þýska miðla efrir leikinn.

Sigurbergur Sveinsson átti stórleik með DHC Rheinland og skoraði átta mörk sem komu öll utan af velli. Sigurbergur sýndi sig því og sannaði fyrir landsliðsþjálfaranum og ætlar sér greinilega að komast í HM-hópinn.

„Þetta var besti leikurinn hans í búningi DHC," sagði Kai Wandschneider, þjálfari DHC Rheinland um frammistöðu Sigurbergs í leiknum. Árni Þór Sigtryggsson skoraði tvö mörk fyrir Rheinland.

Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×