Handbolti

Tap hjá Íslendingaliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hannover-Burgdorf.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hannover-Burgdorf.
Öll Íslendingaliðin sem voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld töpuðu sínum leikjum.

Ahlen-Hamm tapaði fyrir Göppingen í útivelli, 31-27. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Ahlen-Hamm vegna meiðsla.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar sem tapaði stórt fyrir Balingen á útivelli, 32-22.

Þá tapaði Hannover-Burgdorf fyrir Friesenheim á útivelli, 29-26. Hannes Jón Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Hannover-Burgdorf og Vignir Svavarsson eitt.

Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover-Burgdorf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×