Handbolti

Hannes Jón tryggði Hannover sigur af vítapunktinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson tryggði Hannover-Burgdorf 30-29 sigur á Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar hann skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover-Burgdorf liðsins sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu.

Þetta var fjórða mark Hannesar í leiknum en hann hafði klikkað á eina vítinu sem hafði tekið áður í leiknum. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk fyrir Hannover en Vignir Svavarsson komst ekki á blað.

Hannover-Burgdorf er í 11. sæti í deildinni en þetta var aðeins annar sigur liðsins og jafnframt sá fyrsti á heimavelli en liðið hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×