Fleiri fréttir

Logi hefur tapað öllum 8 leikjum sínum á móti Haukum

Logi Geirsson og félagar í FH heimsækja Íslands- og bikarmeistara Hauka á Ásvelli í dag og það er mikil spenna fyrir þessum fyrsta Hafnarfjarðaslag í tæp sjö ár þar sem FH-ingar geta telft fram Loga Geirssyni. Það hefur verið frábærlega mætt á leiki Hauka og FH síðustu ár og það má því örugglega búast við góðri mætingu á Ásvelli klukkan 15.45 í dag.

Atli: Við eigum ýmislegt inni

Atli Hilmarsson stýrði Akueyri í sínum fyrsta heimaleik í kvöld. Hann fer vel af stað með liðið, það hefur unnið báða leikina sína í deildinni til þessa.

Þorgerður Anna aftur í Stjörnuna

Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Stjörnuna og hefur hún skrifað undir eins árs samning við félagið.

Íslendingarnir með stórleik í sigri AG

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu tæplega helming marka AG í sigri liðsins á Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 30-25.

Wetzlar náði í sitt fyrsta stig

Kári Kristján Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar sem gerði jafntefli við Lemgo á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Stórsigur hjá AGK

Danska ofurliðið AG Köbenhavn komst aftur á sigurbraut í dag er liðið tók á móti Lemvig.

Logi gaf Rothögginu treyjuna sína

Logi Geirsson, leikmaður FH, var greinilega ánægður með „Rothöggið“, stuðningsmannasveit Aftureldingar, á leik liðanna í kvöld.

Bjarni Aron: Við erum með hörkulið

„Úrslitin finnst mér ekki alveg segja hvernig leikurinn spilaðist, við vorum lengi vel inn í þessu" sagði Bjarni Aron Þórðarson leikmaður Aftureldingar eftir 34-25 tap gegn FH í kvöld.

Ólafur: Hrikalega gott að byrja á sigri

„Það er hrikalega gott að byrja veturinn, það var klassa mæting og góður fyrsti leikur þó það megi margt bæta" sagði Ólafur Andrés Guðmundsson leikmaður FH eftir 34-25 sigur á Aftureldingu í fyrsta leik N1 deildarinnar á tímabilinu.

Framarar unnu sex marka sigur á nýliðum Selfoss

Framarar unnu sex marka sigur á nýliðum Selfoss í 1. umferð N1 deildar karla í kvöld en spilað var í Framhúsinu í Safamýri. Framarar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12.

Atli Hilmars: Bjarni er markagráðugri en allir

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var verulega ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrsta leik Íslandsmótsins. Þeir tóku HK-inga í kennslustund í Digranesinu.

Erlingur: Eins og það væri slökkt á liðinu

„Þetta tap var alltof stórt tap. Við byrjuðum ágætlega en svo var eins og það væri slökkt á liðinu," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK, eftir að liðið fékk skell gegn Akureyri í 1. umferð N1-deildarinnar í kvöld.

Júlíus: Vissum að þetta yrði erfitt

„Ég er ekki sáttur enda aldrei hægt að vera sáttur við tap,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, eftir tapleikinn gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld.

Halldór: Stemning og vilji í liðinu

Haukar litu vel út í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Val, 30-26, í N1-deild karla í kvöld. Sigurinn var þó mun öruggari en tölurnar gáfu til kynna.

Ágústa Edda: Alltaf baráttuleikir gegn Fram

Ágústa Edda Björnsdótttir, leikmaður Vals, segir liðið vera vel undirbúið fyrir átök vetrarins en Valur varð í kvöld meistari meistaranna eftir sigur á Fram í Meistarakeppni HSÍ, 25-23.

Umfjöllun: Haukar gáfu tóninn

Haukar fengu fyrstu stig vetrarins í N1-deild karla er liðið vann góðan útisigur á Val í Vodafone-höllinni, 30-26.

Einar: Þetta var lélegt

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með það sem hann sá í leik sinna manna gegn Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen vann Íslendingaslaginn á móti Hannover

Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann 36-28 sigur á Hannover-Burgdorf í uppgjöri Íslendingaliða í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þetta var sannkallaður Íslendingaslagur enda fimm íslenskir leikmenn og tveir þjálfarar í aðalhlutverki í SAP-höllinni í Mannheim.

Umfjöllun: Góður síðari hálfleikur dugði Val

Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik þar sem jafnræði var með liðunum lengst af.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar með sjötta sigurinn í röð

Alexander Petersson skoraði sjö mörk í 26-25 útisigri Füchse Berlin á móti hans gömlu félögum í Flensburg-Handewitt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Alexander fékk oft fá tækifæri með Flensburgarliðinu en hann sýndi þeim hvað þeir misstu í kvöld.

FH og Fram spáð titlinum

Kynningarfundur fyrir N1-deildirnar í handbolta fór fram í hádeginu. Þar var meðal annars birt hin árlega spá þjálfara og forráðamanna liðanna.

Ísland tapaði líka fyrir Brasilíu

Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamóti sem lauk í Hollandi í dag. Ísland laut í lægra hald fyrir Brasilíu í dag, 24-17.

Öruggur sigur hjá AG

AG Kaupmannahöfn vann í gær öruggan sigur á FIF í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær, 32-21.

Sverre hafði betur gegn Þóri

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þar sem Grosswallstadt vann nauman sigur á Lübbecke, 29-28.

Sjá næstu 50 fréttir